sunnudagur, júní 29, 2008

Busy weekend
Það má fullyrða að það hafi verið allt á fullu hjá Bergþóru Sól um þessa helgi. Föstudagskvöldið var að venju undirlagt skátfundi, og síðan ver vaknað á laugardagsmorgni klukkan 7 til að fara á stórt sundmót. Þetta var á sama stað og síðast, yfir 600 áhorfendur og kringum 100 keppendur. Bergþóru gekk mjög vel og bætti tíman sinn í baksundi og skriðsundi um 3-4 sekúndur en "bara" um 1 sekúndu í bringusundi sem er í raun hennar sterkasta grein. Þar sem bringusundið er ávalt fyrsta keppnisgreinin og hún yfir-spennt, skemmir það mikið fyrir henni. Það er svolítið fyndið að sjá hana rétt áður en hún fer uppá start-blokkina, hún getur ekki verið kjurr, hoppar og læti. Eftir fyrsta sundið er hún síðan orðin róleg og einbeitt. Ég veit að hún getur betur í bringunni vegna þess að stelpa sem hún er að æfa með er ávalt á eftir henni í keppni á æfingum, en er svo með betri tíma en hún á sundmótum. Eftir mótið fórum við og sóttum Svövu á kóræfingu og fórum í bíltúr út í sveit. Á sunnudagsmorguninn var einnig vaknað klukkan 7 of farið á brautarstöðina hér í Leeds þar sem 15 aðrar skátastelpur biðu. Flokkurinn fór síðan til Eureka sem er frábært safn fyri krakka, með áherslur á að leika og læra.
Skátastelpurnar komu svo til baka með lestinni rétt fyrir fimm og þá var farið strax á sundæfingu sem byrjar fimm. Þannig að það var ánægð og þreytt stelpa sem sofnaði í kvöld og mætir síðan með bros á vör í fyrramálið í skólann. Hún fékk sérstök verðlaun á sal fyrir helgi.
En eins og segir á skjalinu; Bergthora was praised in our Special Assembly for a lovely friendly attitude.............

fimmtudagur, júní 26, 2008

Gunnar og ástarsambandið við krónuna

Uppáhalds vefsíða Gunnars er um gengi íslensku krónunnar gagnvart pundi, þetta er svona "love - hate relationship" Fluttum smá pening í gærmorgun, hefðum sparað okkur þó nokkrar krónur að bíða fram eftir degi, en Gunnar var búinn að bíða eftir betra gengi en það virtist ekkert á leiðinni. Vona samt að þetta skáni, svo verður tryggara þegar Gunnar fer að fá laun í pundum sem ekki rýrna reglulega.

miðvikudagur, júní 25, 2008

Kikid a bloggid hans Bjarts Brodir flott fjarfesting i gangi tar ! tengill nidri til haegri...

laugardagur, júní 21, 2008

Jæja komin aftur heim til Leeds, smá ruglingslegt hvað er heim !

Gunnar sótti mig til Manchester og þau voru búin að skvera allt til svo mér leið eins og prinsessu.



Ferðin var ósköp fín, svolítið annar bragur en áætlað var en var samt glöð að vera á Íslandi því amma mín lést þremur dögum eftir að ég kom, blessuð sé minning hennar. Svo ég náði að kveðja hana og vera við kistulagningu, útför og hitta ættingja.

Reyndi að hitta sem flesta, en komst ekki yfir allt og vona að ég nái þeim í næstu heimsókn. Fyrri vikan var undirlögð af ráðstefnunni sem var mjög góð, varð til þess að ég gjörbreytti áherslum í komandi doktorsverkefni, alveg sannfærð um að það verði heillaskref.
Svo núna undanfarið er ég búin að vera að vinna í verkefni, skiladagur nálgast óðum, ég gisti hjá pabba sem varð að orði, hva! komstu til Íslands til að læra !
Jón var með mér hjá pabba, hann er núna að vinna við smíðar. Pétur vildi bara vera á sínum stað í herberginu í blokkinni og sækja sína vinnu í Dominos, svo skrapp hann líka á Bíladaga á Akureyri en kom heill heim. Þeir virðast ósköp sáttir við lífið, fannst gott að fá mömmumat nokkrum sinnum.

Já og íbúðin mín er laus til leigu eða sölu, ef þið vitið um einhvern sem vantar nóg pláss fyrir sanngjarnt verð. Er með létt í maganum ef hún stendur auð lengi fer fljótt að hringla í buddunni.


miðvikudagur, júní 11, 2008

Jæja nú er ég barasta á Íslandi, á laugardaginn var gilli með saumaklúbbnum, fór ekki með Möggu og Erlu í göngu, en sleppti sko ekki Bláa Lóninu :)
Svo var humarveisl og irish hjá Írisi, mikið stuð fórum meðal annars út í skúr með Ómari að hlusta á tónlist á LP - plötum ! Lög sem hann lét Ómar kom okkur uppá á sínum tíma
Njótið ! Og syngið hátt



mánudagur, júní 02, 2008

Stórborgin

Stundum verður maður áþreifanlega var við það að maður býr núna í stórri borg með þeim kostum og göllum sem því fylgja. Ég labbaði í skólann í dag og það er kyrrt veður, þá finn ég sko fyrir menguninni þó vinkona mín frá Indlandi hlægi og segi að þetta sé sko ekki mengun.

Hnífaglæpir eru agalega algengir hér í Englandi og varla líður sú vika að ekki gerist eitthvað skelfilegt. Í morgun fannst kona látin af stungusárum heima hjá sér, og barnabarn hennar handtekið. Það sem verra er að hún er þekkt baráttukona gegn ofbeldisglæpum eftir að sonur hennar var myrtur. Það sem gerði þetta áþreifanlegt er að hún bjó við götuna sem við keyrum niður í bæ, og áðan sá ég syrgjendurnar og blómin við húsið. Fréttin er hér.

sunnudagur, júní 01, 2008

Ég er að fríka út !

Hef aldrei held ég unnið eins leiðinlegt verkefni, um athuganir og viðtöl í aðferðarfræði, við höfðum bara þrjú ritgerðarefni og þetta fannst mér skást. Sit og þykist vinna er reyndar búin að lesa allan fj... um viðtöl og athuganir sem vonandi kemur að gagni á næstu árum.
Fer til Ísland á föstudaginn ! verð þá að vera búin að skila uppkasti og helst fá viðtal um það....

Suðum hangikjötið sem er búið að bíða í frystinum frá jólum, nammi namm. Erum að reyna að tæma frystinn, erum víst að fara að flytja, veit ekkert hvert, Gunnar er með málið í nefnd, vonast samt eftir niðurstöðu fljótlega.

Það rignir mikið, skólinn orðinn tómur allir í grunnnámi farnir burt og eftir sitja alvarlegir doktors- og mastersnemar.

Sé ykkur Svava