Páskarnir voru fínir. Tókum lífinu mest með ró og slatta af góðum mat enda Gunnar nýkominn heim eða svotil. Mesta fjörið var á laugardeginum þegar María, Siggi, Skapti, Hans Þór og Einar komu í mat þar sem mæðurnar voru erlendis. Við elduðum hamborgarahrygg, Hans Þór vildi læra að elda og tók þátt í sósugerðinni, við vorum of drjúg á rauðrófusafanum svo hún varð frekar bleik en góð samt.
Jón og Pétur leituðu að páskaeggjunum sínum og tóku góðan tíma í það.
Miklu meiri myndir hér.