Síður

fimmtudagur, mars 12, 2009

Flu knocks out Tina Turner concert dates

Fengum bréf um að það væri búið að fresta tónleikunum í Sheffield sem áttu að vera í dag til 5 maí vegna þessa "unglambið" hún Tina væri komin með flensu eina og lesa má hér.
Þannig að við verðum bara að bíða smá tíma í viðbót.

sunnudagur, mars 08, 2009

Þorrablót og tónleikar
Um síðustu helgi fórum við með Huldu og Les á Þorrablót voða fínu hóteli rétt við Hull. Það býr töluvert af íslendingum á Humbersvæðinu aðallega í kringum fisk innflutning en það kom líka fólk að sunnan, frá Gatwick og Cambridge. Þetta var bara gaman, fá hrútspunga og brennivín og syngja Táp og fjör, reyndar gátu karlagreyin ekkert sungið svo Fósturlandsins Freyja fékk hræðilega útreið. Það skyggði óneitanlega á fjörið að ég var enn með hálsbólgu og frekar slöpp. Hafði samt gaman af því að kynnast Kristínu Wallis sem er að vinna við að kynna íslenskum kennurum Numicon.

Daginn eftir fórum við á rúntinn til Bridlington og gengum með höfninni og fengum okkur Fish and Chips, skoðuðum ágengustu máva sem ég hef séð og einn skeit á Les greyið.


Myndir frá Þorrablótinu og Bridlington http://www.facebook.com/album.php?aid=63403&id=696749115&l=2cca8


Svo í vikunni fórum við Hulda til Sheffield og á tónleika með Il Divo, þeir syngja náttúrulega dásamlega en það er svolítið skrýtið að vera svona langt frá sviðinu. Mínir myndir eru frekar slakar en hér eru fleirri . Þeir sungu fullt af lögum sem við höfðum ekki heyrt þá taka áður og við vorum hrifnastar af "The impossible dream" enda aldar upp á Roger Whitaker og svo skelltu þeir inn einu ABBA, minnir "the winner takes it all" og fóru bara vel með. Er ekki alveg sammála þessari umsögn. Við gistum á glænýju og ótrúlega flottu hóteli og fór vel um okkur. Við fórum út að borða a Café Rouge og spókuðum okkur um Sheffield en miðborgin þar er lítil og mjög hugguleg að verða.