Síður

föstudagur, janúar 23, 2004

Ég hef oft verið að hugsa um að skrá það sem ég les og horfi á, ætli það yrði nokkurn tímann heiðarlegur listi, t.d. var ég áðan að horfa á Joe milljóner, hvílíkt bull eða hvað, nútíma ævintýri sem endar vel, alveg rúsínan í nedanumað þau skyldu svo fá pening ofaná allt og hún nýbúin að segja að 50 millj.væru turnoff, en kannski er ein millj ekki svo slæmt, alveg hægt að lifa við það eru það ekki am.k. 80 milj ísl. kr. og líklegast fyrir skatta, nei þar fór ævintýrabragurinn.
Svo fékk ég póst frá Amazon áðan, byrjaði voða gáfulega að skoða dvd um spendýr en var dottin ofaní ástarsögurnar áður en ég vissi af, en pantaði ekkert, nenni ekki að eiga þær, verst að það er ekki svo mikið keypt af þeim á safninu. Annars er ég lítið búin að lesa á nýju ári, aðallega Lifandi vísindi oog fréttablaðið, þ.e. eftir að ég kláraði Bettý, hún var bara ágæt, en ólík hinum bókunum hans Arnalds, kom manni allavega hressilega á óvart.

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Nú er ég loksins búin að koma mérupp svona blaðursíðu og það útaf því að ormurinn minn var að læra að gera þetta í skólanum. Svo kannski fer ég að verða dugleg að skrifa allt bullið sem ég er að hugsa og spá